Yfir hafið á heimasmíðuðum flugvélum

Meðal efnis er frásögn af ferðalagi heimasmíðaðra véla yfir atlantshafið

Hann var kaldur vetrardagurinn þegar tveir menn komu saman til að snæða fisk í hádeginu og fengu hug
mynd, sprottna upp úr víðáttum hafsins, salts og fisks. Hvernig væri að fljúga heimasmíðuðum, íslenskum flugvélum yfir Norður Atlantshafið til Bretlands?

Mennirnir, sem stóðu saddir frá borðum fiskstaðarins þetta hádegið heita Sveinn Kjartansson og Sigurður Ásgeirsson. Þeir létu hugmyndina ekki staldra lengi við óhreyfða í heilahvelinu, heldur hringdu nokkur símtöl í vel valda aðila, eða „gerðu liðskönnun,“ eins og Sveinn orðar það. Síðan fór allt á flug – samkvæmt áætlun hugmyndarinnar.